Dómstóll í Bandaríkjunum segir Michael Dell, forstjóra og stofnananda tölvufyrirtækisins Dell ásamt fjárfestingasjóðnum Silver Lake Partners, hafa greitt of lítið verð fyrir fyrirtækið þegar þeir tóku það yfir árið 2013.

Kæra samþykki stjórnar á yfirtökutilboði forstjórans

Komst dómstóll í Delaware í Bandaríkjunum að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu undirverðlagt fyrirtækið um 22% þegar þeir greiddu 24,9 milljarða Bandaríkjadala, eða sem samsvarar 3.114 milljörðum króna, fyrir fyrirtækið. Gæti forstjórinn og fjárfestingarsjóðurinn þurft að greiða tugi milljóna dali í skaðabætur til þeirra fjárfesta sem lögðust gegn yfirtökutilboði þeirra, en úrskurðurinn nær til 5,5 milljóna hlutabréfa í tölvurisanum.

Kemur niðurstaðan í kjölfar dómsmáls sem nokkrir hluthafar höfðuðu eftir að stjórn fyrirtækisins samþykktu yfirtökutilboðið, en hluthafarnir lögðu fram að rétt verð á hlut væri 28,61 Bandaríkjadalir á hlut, en forstjórinn og sjóðurinn héldu því fram að það ætti að vera 12,68 dalir. Niðurstaða dómarans sem líklegt er að verði kærður var að sanngjart verð væri 17,62 dalir, segir í frétt mbl.is .