*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 12. nóvember 2013 13:49

Forstjóri Eikar býst við niðurstöðu fyrir mánaðamót

Viðræður milli Eikar og Landfesta hafa staðið yfir í næstum tvo mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ég vænti þess að einhver niðurstaða fáist í nóvember, segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar. Landfestar, dótturfélag Arion banka, og Eik fasteignafélag hafa verið í samrunaviðræðum að undanförnu. 

Viðræðurnar hafa staðið yfir allt frá 23. september en áður höfðu eigendur Eikar hafnað tilboði Regins í allt hlutafé félagsins. Það tilboð fól í sér að tilboði í 68% hlutafé yrði samþykkt, hið minnsta. 

Í samningaviðræðum er gert ráð fyrir því að Eik fasteignafélag hf. ljúki þeim kaupum fasteigna af SMI ehf., sem félagið hefur skuldbundið sig til, en það eru einkum eignir á Smáratorgi.