Sú tíð er liðin að fólk ferðaðist um með troðfullt Filofax til að komast í gegnum daginn. Nú er farsíminn allt sem þarf. Hann heldur utan um skipulag forstjóra fyrirtækja, tónlist höfunda og annað sem máli skiptir í daglegu lífi. Viðskiptablaðið skoðað hvernig síma nokkrir einstaklingar eiga, hvaða öpp þeir nota helst og hvers vegna.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.

Hvernig síma ertu með?

„iPhone 5.“

Helstu öpp?

„Eimskips-appið til að fylgjast með ferðum og staðsetningum skipanna, Leggja og Lumman til að fylgjast með úrslitum og stöðu leikja.“

Hvers vegna Leggja?

„Ég nota Leggja til að leggja bílnum – stórsniðugt app sem auðveldar manni að leggja bílnum án þessa að þurfa að leita að skiptimynt, nota kort og finna sjálfsala og setja miða í bílinn heldur bara einfalt „klick“ inn og út, bara leggja og hafa límmiða í rúðunni sem segir LEGGJA.“

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Tækni, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .