Heimurinn ætti að fara að sætta sig við tímabil þar sem olíuverð mun haldast hlutfallslega lágt. Þetta sagði Rex Tillerson, forstjóri bandaríska olíufélagsins ExxonMobil, á aðalfundi félagsins.

Ástæðan fyrir því að olíuverð mun haldast lágt að mati Tillerson er að framleiðsla á saltsteinsolíu (e. shale-oil) í Bandaríkjunum hefur verið umfram væntingar magra. Á sama tíma tilkynnti hann um áform ExxonMobil, sem er stærsta olíufyrirtækið sem skráð er á markað, um að draga úr kostnaði um 12 prósentustig á árinu á sama tíma og félagið mun auka olíuframleiðslu um 7 prósentustig.

„Að mínu mati ætti fólk að fara að venjast þessu ástandi um hríð,“ sagði Tillerson á aðalfundinum. „Það er mjög mikið framboð þarna úti og ég sé ekkert sérstaklega heilbrigt heimshagkerfi.“

Nánar er fjallað um málið á vef  Financial Times .