Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitisins er með 1.083.133 krónur í mánaðarlaun samkvæmt upplýsingum frá FME. Ragnar Hafliðason aðstoðarforstjóri er með 1.058.1854 krónur á mánuði.

Laun átta sviðstjóra FME eru á bilinu 799.070 - 962.927 krónur á mánuði. Um er að ræða heildarlaun fyrir alla vinnu sem viðkomandi inna af hendi.

Fjármálaeftirlitið vildi í fyrstu ekki birta laun starfsmanna en er það skylt samkvæmt kröfum upplýsingalaga. Þau snúa að því að upplýsa almenning um föst launakjör starfsmanna. FME telur að upplýsingar um nákvæm launakjör einstakra starfsmanna auðveldi um of samkeppnisaðilum að yfirbjóða stofnunina. „Bent var á í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að brýnt sé að stofnuninni takist að laða til sín og halda starfsfólki með reynslu,“ segir FME.

Með framsetningu á launakjörum er FME að varðveita traust og trúnað í starfssambandi stofnunarinnar og einstakra starfsmanna, segir upplýsingafulltrúi FME.