Jeffery Immelt, mun láta af störfum sem forstjóri General Electric, eftir 16 ár við stjórnvöllinn. Hann hefur stýrt fyrirtækinu bæði sem forstjóri og stjórnarformaður. Immelt hættir í lok ársins og tekur John Flannery við af honum að því er kemur fram í frétt BBC um málið.

Líklegt að uppsögn Immelt tengist erjum við einn af stærstu fjárfestum fyrirtækisins. Trian Fund Management sem á stóran hlut í GE, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að fyrirtækið hafi staðið sig undir væntingum síðustu ársfjórðunga.

GE hefur ákveðið að skera niður um 2 milljarða dollara og lækka kaupaukagreiðslur til yfirmanna sinna. Það sama á við um kaupaukagreiðslur til Immelt, en hann fékk greitt 27,5 milljónir dollara árið 2015 samanborið við 32,9 milljónir dollara árið áður.