*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 25. mars 2014 08:25

Forstjóri Hampiðjunnar hættir

Jón Guðmann Pétursson hefur ákveðið að hætta störfum hjá Hampiðjunni eftir 27 ára starf hjá fyrirtækinu.

Ritstjórn
Jón Guðmann Pétursson forstjóri Hampiðjunnar.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt  upp starfi sínu sem forstjóri Hampiðjunnar og mun láta af störfum í lok maí mánaðar. Hann mun verða stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar eftir því sem þörf verður á. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 27 ár og helminginn af tímanum sem forstjóri. 

Stjórn félagsins hefur samið við Hjört Erlendsson, framkvæmdastjóra neta og kaðlaframleiðslu, um að hann taki tímabundið að sér starf forstjóra Hampiðunnar þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Hjörtur er 56 ára tæknifræðingur og hefur verið staðgengill Jóns undanfarin ár. 

„Uppsögn Jóns kom ekki alfarið á óvart því hann hafði orðað hug sinn í þeim efnum fyrir allnokkru.  Jón hefur verið í lykilhlutverki í Hampiðjunni í langan tíma og sem forstjóri frá 2001.  Hann hefur leitt endurskipulagningu félagsins með þeim árangri að síðustu þrjú ár hafa verið þau bestu í 80 ára langri sögu Hampiðjunnar.  Ég vil þakka honum einstaklega farsælt og gott starf fyrir Hampiðjuna og óska honum alls hins besta,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, stjórnarformaður Hampiðjunnar, í tilkynningu frá Hampiðjunni. 

Stikkorð: Hampiðjan