Bob Diamond, forstjóri Barclays banka, vill að bankinn auki áhættusækni, að öðrum kosti minnki hagnaður ársins frá fyrra ári eða standi í stað.

Financial Times greinir frá áformum forstjórans í dag, sem hóf störf í janúar sl. Markmið stjórnenda er að arðsemi eiginfjár verði 13% fyrir lok árs 2013. Hlutfallið var 7,2% í fyrra og spáð er að það fari niður fyrirr 7% í ár. Diamond vill bregðast við þessu með aukinni áhættu.

Í morgunpósti IFS greiningar segir að hlutabréfaverð í Barclays hafi lækkað um 2,5% í morgun, eftir að Financial Times greindi frá málinu.