Forstjóri Iceland, Malcom Walker, gagnrýnir fyrri stjórnendur félagsins harðlega, segir þá hafa keyrt fyrirtækið í þrot. Þetta kemur fram í frétt Namnews.

Ummælin koma á sama tíma og hann tilkynnti um góða jólasölu. Iceland var með 16,1% söluaukningu í desember.

Malcom Walker snéri aftur til fyrirtækisins, sem hann stofnaði, fyrir ári síðan þegar Baugur keypti félagið.

?Velta og hagnaður hefur aukist öll þau 30 ár (að einu undanskyldu) sem ég hef starfað hjá fyrirtækinu. Svo fór ég. Þau fjögur ár sem ég var frá fór fyrirtækið í hundana. Nú er ég kominn aftur og sölutölur eru aftur að aukast. Kannski er þetta tilviljun en ég efa það" segir Malcom Walker.

Fjármálaráðgjafi sem Namnews náði tali af segir: ?Malcom hefur ansi lélegt minni. Þegar hann fór frá félaginu árið 2001 var salan að hrynja."