Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var með 41,7 milljónir króna í laun í fyrra frá félaginu sem þýðir að á mánuði voru laun hans tæplega 3,5 milljón króna. Upplýsingar um laun helstu stjórnenda fyrirtækisins má finna í ársskýrslu félagsins.

Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, var með 33,3 milljónir króna í laun í fyrra, Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, var með 34,1 milljón króna í laun og Guðni Hreinsson, framkvæmdastjóri Loftleiða - Icelandic ehf, var með 22,2 milljónir króna í laun.

Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandir Group, fékk greiddar 3,8 milljónir króna frá Icelandair í fyrra fyrirstjórnarsetuna, en aðrir stjórnarmenn fengu rúmar tvær milljónir króna hver. Öll stjórnarlaun Sigurðar renna hins vegar ekki til hans sjálfs, heldur til Vildarbarna Icelandair.