*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 13. mars 2015 09:52

Forstjóri Isavia nýtir tímann með bílstjóra

Björn Óli fær aðstoð frá starfsmanni við að láta keyra sig milli Reykjavíkur og Keflavíkur einu sinni í viku að jafnaði.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Nokkrir stjórnendur Isavia hafa bíla til afnota og hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri fyrirtækisins, fengið aðstoð við að láta keyra sig á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, einu sinni í viku að jafnaði. Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins.

Í svari Isavia segir að framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafi einn bifreið til umráða með ótakmörkuð afnot. Aðrir níu hafi takmörkuð afnot, þ.e. eingöngu til aksturs vegna starfsins og milli heimilis og vinnustaðar en ekki til einkanota. Kemur fram að í öllum tilvikum séu þessi hlunnindi talin fram til skatts.

Varðandi akstur fyrir forstjóra kemur fram í svari Isavia að ekki sé ekið með forstjóra að staðaldri enda hann ekki með einkabílstjóra.

„Það kemur þó fyrir að hann aki með hann á milli aðalstöðva Isavia í Reykjavík og Keflavík svo forstjórinn geti nýtt tímann á meðan á þeim ferðum stendur til vinnu,“ segir í svarinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.