Danskir íbúðaeigendur gætu lent í vandræðum í kjölfar hækkandi vaxta þar í landi. Samkvæmt gögnum frá Jyske Bank að hlutfall viðskiptavina sem eiga í vandræðum með afborganir af skuldbindingum sínum hefur hækkað. Börsen greinir frá þessu dag.

Anders Dam, forstjóri Jyske, segir fjöldi þeirra sem hafa farið yfir á reikningum sínum hafi fyrst byrjað að fjölga í október.

Dam sagði jafnframt að hann sæi sameiginleg einkenni undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum og vandræðum á dönskum húsnæðismarkaði.

Húsnæðisverð hefur lækkað um 10% í Danmörku á undanförnum mánuðum, og 14% í Kaupmannahöfn einni og sér.

Forstjórinn sagði að mestu vandamálanna gætti hjá þeim íbúðaeigendum sem komu fyrst inn á markaðinn á fyrsta fjórðungi 2006.