Eivind Kolding, fyrrverandi forstjóri Mærsk Line, dótturfélags skipaflutningarisans A.P. Möller-Mærsk, hefur verið ráðinn bankastjóri Danske Bank. Mærsk-fjölskyldan, sem með þeim auðugri á Norðurlöndum, hafði puttana í ráðningunni en félagið á 22,7% hlut í bankanum. Kolding tekur við af Peter Straarup, sem hættir um miðjan febrúar.

Stutt er síðan greint var frá því að sænskir fjárfestingarsjóðir ásamt öðrum hafi tryggt sér stóra hluti í Danske Bank í skugga gengishruns. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hrunið um 45% á árinu.

Það sem hefur einna helst sett strik í reikninginn hjá Danske Bank eru tveir bankans sem hann á á Írlandi. Þeir glíma við erfiðleika í skugga mikilla vanskila þar í landi eftir að kreppan skall á.