Hætt er við að frekari tafir en orðnar eru við stóriðjuuppbyggingu hérlendis geti skaðað grundvöll samkomulags um stöðugleika á vinnumarkaði.

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, segir afar mikilvægt að áform um stóriðjuuppbyggingu hérlendis stöðvist ekki og að fullur kraftur verði settur í framkvæmdir sem fyrst. Að öðrum kosti sé mikil hætta á að verkfræðistofur og verktakafyrirtæki skaðist verulega. Þá segir hann að viðurkennt sé að þessi verkefni séu ein af meginforsendum samkomulags um stöðugleika á vinnumarkaði, enda séu þau verulega gjaldeyrisskapandi.

__________________________________________________

Nánar er rætt við Eyjólf Árna Rafnsson, forstjóra Mannvits, í Viðskiptablaðinu í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að erlendir aðilar eru farnir að bera víurnar í íslenska verkfræðinga. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.