Microsoft tilkynnti fyrir stundu að Steve Ballmer forstjóri félagsins muni hætta á næstu 12 mánuðum. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Ekki hefur verið greint frá ástæðum brotthvarfs Ballmer en hann hefur verið forstjóri Microsoft í 13 ár, eða frá árinu 2000. Þá hafði hann starfað hjá félaginu frá 1980 og var 30. starfsmaður þess.

Hlutabréf Microsoft hrundu í verði næstu mánuðina eftir að Ballmer var ráðinn og er um 40% lægra í dag en í janúar 2000.

Tímaritið Forbes mat eignir Ballmer á 15,2 milljarða í fyrra, um 1.800 milljarða króna.