Dómari í Bandaríkjunum hefur kallað Steve Ballmer, forstjóra Microsoft, til sem vitni í dómsmáli sem nú stendur yfir í vestanhafs.

Tölvurisanum Microsoft hefur verið stefnt vegna gruns um ólöglega markaðssetningu  á Windows Vista stýrikerfinu. Microsoft á að hafa markaðssett PC tölvur undir þeim formerkjum að nota mætti Windows Vista stýrikerfið í þeim.  Gallinn var sá að sumar þessara tölva voru engan vegin nógu öflugar til þess að geta notast við stýrikerfið. Því má leiða líkur að því ýmsar tölvur  hafi verið seldar á fölskum forsendum.

Ballmer mun gefa vitnisburð sinn einhverntíma á næstu 30 dögum samkvæmt dómsúrskurði þar um. Talsmenn Microsoft segja að Ballmer muni hlíta úrskurði dómarans, en hann býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Vista stýrikerfinu.