*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 18. maí 2016 11:01

Forstjóri Mitsubishi Motors hættir

Forstjóri Mitsubishi, Tetsuro Aikawa, hættir störfum eftir að upp komst að bílaframleiðandinn svindlaði á útblástursprófum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Mitsubishi Motors hefur tilkynnt að forstjóri fyrirtækisins, Tetsuro Aikawa, muni hætta störfum, en líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum komst upp að japanski bílaframleiðandinn hefði svindlað á útblástursprófum.

Fyrirtækið hefur játað sök í málinu og forsvarsmenn þess hafa viðurkennt að fyrirtækið hafi svindlað á útblástursprófumí tuttugu og fimm ár. Í kjölfarið féllu hlutabéf félagsins um 50%.

Aikawa hefur verið forstjóri Mitsubishi frá því í júní á síðasta ári. Óvíst er hver eftirmaður hans verður. Áður en upp komst um svikin var Mitsubishi Motors sjötti stærsti bílaframleiðandinn í Japan og sextándi stærsti í heiminum.