Forstjóri Mk One, Les Johnston, hefur ákveðið að hætta störfum hjá fyrirtækinu, segir í frétt The Daily Telegraph.

Johnston starfaði ekki hjá fyrirtækinu þegar Baugur keypti félagið í Nóvember 2004 fyrir 55 milljónir punda, eða 7,5 milljarða króna. Afkoma félagsins hefur verið undir væntingum, segir í frétt The Daily Telegraph.

Blaðið segir að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi ákveðið að Kevin Lyon, stjórnarformaður Mk One, taki við starfinu tímabundið uns nýr forstjóri er fundinn. Lyon var áður einn stjórnenda breska fjárfestingasjóðsins 3i og situr í stjórn Booker-verslunarkeðjunnar, sem einnig er í eigu Baugs. Booker var hluti af The Big Food Group ásamt Iceland-verslunarkeðjunni.

Talið er að Lyon hafi þegar hafist handa við að reyna að snúa við rekstri Mk One og mun flýta endurskipulagningu innan fyrirtækisins, sem þegar var hafin.

Baugur keypti Mk One af þáverandi eigendum Elain McPherson og David Thompson, en breski auðkýfingurinn Philip Green átti einnig hlut í félaginu. Green keypti Arcadia, en Baugur varð að hætta þáttöku í yfirtökunni vegna Baugsmálsins.

The Daily Telegraph bendir á að það sé merkilegt að Mk One yfirtakan hafi verið ein af fáum sem Baugur hefur tekið þátt í þar sem stjórnendur sitja ekki áfram. Johnston tók við af Thompson og McPherson þegar Baugur keypti fyrirtækið.