Enn er stefnt að því að ljúka við hlutafjáraukningu í MP banka fyrir áramót og gengur ferlið samkvæmt áætlun. Þetta segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka.

Að öðru leyti geti bankinn ekki tjáð sig um ferlið að svo stöddu.

Í lok síðasta mánaðar tilkynnti MP banki um að hann hyggst styrkja eiginfjárgrunn sinn með aukningu hlutafjár fyrir árslok.

Bankinn fór í gegnum innra mat á eiginfjárþörf í samstarfi við Fjármálaeftirlitið fyrr á þessu ári en í matinu eru gerðar strangari kröfur en áður hafa verið gerðar. Var það mat eftirlitsins að styrkja þurfi eiginfjárgrunn.

MP banki er fyrsti og eini íslenski bankinn sem hefur verið metinn af FME með strangari hætti.