Michael Enthoven, forstjóri hollenska bankans NIBC lagði í morgun fram uppsögn sína að sögn hollensku fréttaveitunnar DutchNews.nl., í kjölfar þess að hætt hefur verið við yfirtöku Kaupþings á bankanum.

Í yfirlýsingu frá Enthoven segir:  „Við viðurkenndum ásamt Kaupþingi að núverandi staða á fjármagnsmarkaði setur þrýsting á samruna og er ótraustur grunnur til að byggja á sameinaða framtíð. Jurgen Stegmann (yfirmaður áhættustýringar) og ég viðurkennum þörfina á að bankinn aðlagði viðskiptalíkan sitt núverandi kringumstæðum og teljum að þetta  sé rétti tíminn fyrir breytingu á yfirstjórninni.”

Fram kemur hjá NIBC að stærstu hluthafar þess, sem eru undir forystu bandaríska fjárfestisins JC Flowers styðji ákvörðunina um að hætta við yfirtökuna og muni leggja nýtt hlutafé upp á 300 milljón evrur, eða um 29 milljarða króna, til að styrkja stöðu bankans.