*

föstudagur, 23. október 2020
Erlent 21. september 2020 10:00

Forstjóri Nikola segir af sér

Trevor Milton forstjóri rafbílaframleiðandans Nikola hefur sagt af sér. Félagið og forstjórinn eru áskökuð um að ýkja eigið ágæti.

Ritstjórn
Trevor Milton hefur ákveðið að stíga til hliðar.
Aðsend mynd

Forstjóri rafbílaframleiðandans Nikola, Trevor Milton, hefur stígið til hliðar sökum ásakana um rangar staðhæfingar til fjárfesta. Stephen Girsky mun taka við starfinu, fyrrum stjórnandi hjá General Motors en hann situr nú þegar í stjórn Nikola.

Hindenburg Research, sem hefur skortselt hlutabréf Nikola, gaf út skýrslu fyrr í mánuðinum. Þar ásakar Hindenburg bæði Nikola og fyrrum forstjóra félagsins að ýkja eigið ágæti, bæði hvað varðar tækniframfarir félagsins og að hve miklu leiti félagið hafi tryggt sér einkaleyfi fyrir þeirri tækni. Umfjöllun á vef WSJ.

Hlutabréf félagsins hafa lækkað um fjórðung fyrir opnun markaða og stendur í 25,5 dollurum. Hæst fóru bréf félagsins í 94 dollara hvert. Milton segir að um sé að ræða ósannar ásakanir en best sé að stíga til hliðar svo að athygli sé beint að rekstri félagsins en ekki að honum.