Carlos Ghosn, forstjóri japanska bílaframleiðandans Nissan, fékk feitasta launatékkann þar í landi í fyrrai. Laun forstjórans námu 987 milljónum jena, jafnvirði tæpum 1,6 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 0,5% hærri laun en ári fyrr. Langt á eftir Goshn kemur Akio Toyoda, forstjóri Toyota, með 136 milljónir jena í árslaun, litlar 217 milljónir íslenskra króna. Forstjóri Honda fékk svo 123 milljónir jena í vasann fyrir störf sín.

Laun Ghosn eru talsvert hærri en það sem gefið er upp í Japan því hann er sömuleiðis forstjóri franska bílaframleiðandans Renault. Launagreiðslur til hans þaðan námu 2,89 milljónum evra í fyrra, jafnvirði 457 milljóna króna.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal segir að fimm lykilstjórnendur hjá Nissan hafi haft 100 milljónir jena og umfram það í laun í fyrra. Þá er haft eftir Ghosn, að næstum helmingur stjórnenda hjá japönskum stórfyrirtækjum, 48%, séu útlendingar. Sjálfur er Ghosn fæddur í Brasilíu, afi hans var frá Líbanon og móðir frá Nígeríu.