Forstjóri og fjármálastjóri Flögu Group keyptu í gær í félaginu en gengi þess rauk upp um  56,5%. Lítið flot er með bréf Flögu Group sem getur haft í för með sér talsverðar gengisveiflur.

David Baker, forstjóri Flögu Group, keypti fyrir 3,3 milljónir króna að markaðsvirði á genginu 1,046, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Eftir viðskiptin á hann 8.589.000 hluti.

Fjármálastjóri félagsins, Criss Sakala, keypti fyrir tvær milljónir króna að markaðsvirði á genginu 0,95. Fyrir viðskiptin átti hann Sakala ekki hluti í félaginu.