Laun forstjóra og stjórnar Bláa lónsins árið 2010 námu 297 þúsund evrum árið 2010 en það svarar til um 47 milljóna íslenskra króna, en ekki kemur fram í ársreikningi hver hlutur forstjórans, Gríms Karls Sæmundsen, í þessari upphæð er.

Athygli vekur að laun forstjórans og stjórnarinnar hækkuðu úr 218 þúsund evrum 2009 í umræddar tæplega 300 þúsund evrur eða um heil 36% milli ára.

Tap Bláa lónsins árið 2010 nam um 856 þúsund evrum eða um 135 milljónum króna.