Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, keypti í morgun 200 þúsund hluti í Nýherja. Verð á hvern hlut nam 27 krónur og eru kaupin því virði 5,4 milljón króna.

Einnig keypti félagið Round Frame Investments ehf. sem er að hluta í eigu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, 700 þúsund hluti á sama verði. Hann keypti því í Nýherja fyrir 18,9 milljónir króna. Hægt er að lesa tilkynningar þess efnis hér.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins tengist hækkun á gengi bréfa Nýherja þeim viðskiptum, en þegar þetta er ritað hefur gengi hlutabréfa félagsins hækkað um 7,63% það sem af er morgni, eftir að hafa lækkað um 14,66% í gær.

Farþegatölur hafa áhrif

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur einnig lækkað það sem af er degi, eða um 3,99% í 246 milljón króna viðskiptum. Heimildarmenn blaðsins segja að það tengist meðal annars nýbirtum farþegatölum Icelandair, sem aðilar eru að selja vegna.