Christophe de Margerie, forstjóri franska olíufyrirtækisins Total, lést í flugslysi á flugvellinum í Moskvu í gærkvöldi. Alls létust fjórir í slysinu. BBC News greinir frá þessu.

Flugslysið atvikaðist með þeim hætti að einkaflugvél olíufyrirtæksins var á leið í loftið frá flugvellinum í Moskvu en lenti þar í árekstri við snjóplóg. Í upphafi var talið að flugumferðarstjórar á flugvellinum hefðu gert mistök, en rannsóknaraðilar halda því hins vegar fram að ökumanni snjóplógsins hafi verið um að kenna. Hann hafi verið ölvaður undir stýri.

Christophe hafði verið forstjóri Total, sem er þriðja stærsta olíufyrirtæki Evrópu, frá árinu 2007.