Bjarni Bjarnason - OR
Bjarni Bjarnason - OR
© BIG (VB MYND/BIG)
Orkuveita Reykjavíkur þarf að selja eignir og fækka starfsfólki til að bæta fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur á næstu fimm árum. Á opnum aðalfundi OR í dag sagði Bjarni að fækkun starfsfólk verði ekki náð fram með hópuppsögnum og reynt verði að vinna breytingarnar í samstarfi við starfsfólk, til dæmis með flýttum starfslokum. Fréttastofa RÚV greinir frá orðum Bjarna.

Meðal eigna sem OR ætlar að selja eru höfuðstöðvar félagsins við Bæjarháls og Perlan í Öskjuhlíð. Bjarni sagði að fjárþörf OR sé um 50 milljarðar króna til ársloka 2016. Afla á þess fjár með frestun fjárfestinga, sölu eigna og lækkun rekstrarkostnaðar.