Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, móðurfélags Alcan á Íslandi, hefur sagt upp störfum eftir að fyrirtækið greindi frá 14 milljarða dala afskriftum sem Rio Tinto þarf að framkvæma. Í frétt Financial Times segir að afskriftirnar tengist nær allar yfirtökunni á Alcan, sem í fréttinni er sögð hafa verið „hræðileg“ fyrir Rio Tinto.

Í dag greindi fyrirtækið frá því að bófært virði álframleiðsluarmsins yrði fært niður um 10-12 milljarða dala og þá bætast við þriggja milljarða dala afskriftir á virði kolanámufyrirtækja í Mósambík.

Sam Walsh, sem hingað til hefur stýrt járnnámuvinnsluarmi Rio Tinto, tekur við af Albanese. Járnnámurnar eru stærsti og hagkvæmasti hluti starfsemi Rio Tinto.