Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er meðal þeirra sem sérstakur saksóknari nú yfirheyrir, samkvæmt heimildum fréttastofu Rúv.

Í frétt Rúv segir að að minnsta kosti níu hafi verið handteknir í tengslum við aðgerðir sérstaks saksóknara í morgun vegna rannsóknar á starfsháttum Glitnis. Rúv greindi frá húsleitunum í dag.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi fyrst miðla frá eru húsleitir og handtökur á vegum embættis sérstaks saksóknara sem fram fóru í dag meðal annars í tengslum við rannsókn þess á hinu svokallaða Stím-máli.

Stím var skráð til heimilis hjá starfsstöð Saga Capital hjá Akureyri.