Forstjóri Spotify hefur beðið notendur streymiveitunnar afsökunar eftir að fyrirtækið kynnti nýja öryggisskilmála sem gerir því kleyft að lesa persónulegar upplýsingar úr símum notenda sinna. Meðal þeirra upplýsinga eru ljósmyndir, símaskrá og staðsetning notenda.

Í kjölfarið varð þó nokkur titringur á meðal notenda Spotify og hafa margir sagt upp áskrift sinni frá því að öryggisskilmálarnir voru kynntir. Í bloggfærslu á vefsíðu Spotify birti Daniel Ek, forstjóri fyrirtækisins, afsökunarbeðni undir titlinum "Fyrirgefið". Í færslunni sagði hann að fyrirtækið hefði mátt gera betur við að kynna skilmálana fyrir notendum streymiþjónustunnar og skýra betur hversu miklar upplýsingar þeir vilja frá notendum.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian .