Forstjóri Starbucks, Howard Schultz, biðlar til kollega sinna í öðrum fyrirtækjum um að þeir þrýsti á lausn deilumála í bandarískjum stjórnmálum. Hann segir að stjórnmálamenn verði að hugsa um hagsmuni borgaranna frekar en hagsmuni eigin flokks.

Í bréfi sem Schultz birti á vef Starbucks á mánudaginn segist hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hversu óábyrg bandarísk stjórnvöld hafa verið að undanförnu. Hann segir nauðsynlegt að ræða þann trúnaðarbrest sem hafi orðið gagnvart stjórnmálamönnum.

„Á óvissutímum eins og þessum er nauðsynlegt fyrir okkur sem borgara og leiðtoga i viðskiptalífinu að minna starfsfólk okkar og viðskiptavini á að við stöndum með þeim. Með því getum við kannski minnt fulltrúadeildina og forsetann á að þeim ber skylda til að setja hag borgaranna fremur hagsmuni flokksins,“ segir hann í bréfinu.

Schultz er ekki með lausn á þeirri deilu sem sem  hefur leitt til þess að hið opinbera hefur meira og minna lokað starfsemi sinni og hætta er á að gjaldþroti bandaríska ríkisins seinna í mánuðinum. Hann segir að bæði repúblikanar og demókratar beri jafn mikla ábyrgð á því að finna lausn á vandanum.

Meira má lesa um málið á vef CNN.