Í kjölfar ráðningar William Fall sem forstjóra Straums, kynnir bankinn stefnu og markmið fyrir árið 2010.

Framtíðarsýn fyrir Straum er að bankinn verði leiðandi fjárfestingarbanki í Norður- og Mið-Evrópu. Til að ná þessu marki, er það stefna bankans að verða fyrsti valkostur þegar að kemur að víðtækum lausnum og þjónustu handa smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem og fjárfestum, segir í tilkynningu.

Bankinn setur einnig fram nokkur meginmarkmið. Nýju markmiðin endurspegla öfluga starfsemi og fjárhagslegan styrk Straums. Einnig endurspegla þau skýra stefnu um arðsemi, aukna fjölbreytni í þjónustu og stækkun á markaðssvæði bankans.

Sjónarmið þriggja hópa sem hagsmuna eiga að gæta innan bankans - viðskiptavinir, hluthafar og starfsfólk - voru höfð að leiðarljósi þegar að markmiðin voru samin.

Meginmarkmið:

Heildartekjur fari yfir 1,250 milljónir evra eigi síðar en 2010

? Að arðsemi eigin fjár sé að jafnaði hærri en 20% frá og með 2010

? Heildareignir fari yfir 14 milljarðar evra eigi síðar en 2010

? Eignir undir stýringu yfir 10 milljarað evra eigi síðar en 2010

? Þóknunartekjur verði til frambúðar 75% af heildartekjum Straums frá og með 2010.

? Að koma á fót árangurstengdu launakerfi með kaupréttarsamningum fyrir alla starfsmenn bankans eigi síðar en 2008

? Að a.m.k. 40% starfsmanna séu konur eigi síðar en árið 2008

"Endurnýjun stefnunnar er afrakstur fyrstu 90 daganna í starfi mínu sem forstjóra," segir William Fall, forstjóri Straums í tilkynningu, "og var það ferli sem allir millistjórnendur og deildarstjórar bankans tóku þátt í. Þar sem við höfum náð fyrri markmiðum um vöxt og hagnað, bera ný markmið vott um enn frekari einbeitni í að uppfylla kröfur viðskiptavina, hluthafa og starfsfólks Straums. Við höfum nú sett fram skýra stefnumótun fyrir bankann og hlökkum til að sýna fram á áframhaldandi árangur bankans.?