Gregg Steinhafel, stjórnarformaður og forstjóri bandarísku stórverslunarinnar Target, sagði upp störfum í dag. Uppsögnin er í erlendum fjölmiðlum sögð tengjast leka fyrirtækisins á upplýsingum um viðskiptavini verslunarinnar. Steinhafel hafði unnið í 35 ár hjá Target þegar hann sagði upp. Target er á meðal helstu stórverslana Bandaríkjanna.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The New York Times af málinu segir að stjórn Target hafi fundað um málið og sammælst um það að nýjan mann vanti við stýrið.

John Mulligan, fjármálastjóri Target, hefur þegar sest í forstjórastól Target.