Karl Slym, forstjóri indverska bílaframleiðandans Tata, lést á hóteli í Bangkok í morgun. Nokkrir fjölmiðlar fullyrða að hann hafi hnigið niður á hóteli í höfuðborg Taílands. Slym var 51 árs gamall. Hann stjórnaði allri framleiðslu fyrirtækisins i Bretlandi að undanskildu Jagúar Land Rover.

Slym hafði áður unnið fyrir Toyota í Bretlandi og General Motors á Indlandi og í Kína. Hann hafði verið forstjóri Tata Motors, hluta af Tata Group fyrirtækinu, frá því í október 2012.

BBC greindi frá.