Forstjóri Tesco stærsta vörumarkaðar Bretlands, Philip Clarke, hefur sagt af sér vegna tekjutaps fyrirtækisins á árinu. Dave Lewis mun taka við starfinu í október.

Þetta var tilkynnt eftir að tölur sýndu fram á að sölur Tesco og hagnaður myndi dragast meira saman á fyrstu sex mánuðum ársins en búist var við.

Tesco hefur átt í erfiðleikum með að keppa við samkeppnisaðila sína Aldi og Lidl. Í síðasta mánuði var samdráttur í sölu hjá fyrirtækinu sá mesti í 20 ár. Fjárfestar hafa misst trúna á Clarke til að snúa blaðinu við.

Eftir tilkynninguna um að forstjórinn segði af sér hækkuðu hlutabréf Tesco um 2%. Tesco hefur misst meira en milljón vikulega viðskiptavini sem samsvara 25 milljónum punda, eða um 500 milljónum íslenskra króna, í sölu.