Sigurður Viðarsson forstjóri TM hefur selt 1,8 milljón hluti í félaginu, fyrir ríflega 85,1 milljón króna.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir helgi hafa Kvika banki og TM komist að samkomulagi og sameiningu félaganna, þannig að hluthafar TM eignist meirihlutann í Kviku.

Þar með verður Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku forstjóri hins nýja félags, sem áfram heitir Kvika, en Sigurður verður forstjóri dótturfélagsins TM tryggingar.

Bréf Sigurðar voru seld á 47,3 krónur hvert, sem er 0,79% lægra en lokagengi bréfa félagsins í gær.