*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 2. desember 2020 10:26

Forstjóri TM selur fyrir 85 milljónir

Sigurður Viðarsson selur 1,8 milljón hluti í tryggingafélaginu sem sameinast við Kviku banka undir forystu Marinó Arnar.

Ritstjórn
Sigurður Viðarsson er forstjóri TM og verðandi forstjóri dótturfélags Kviku banka, TM Trygginga, ef af sameiningu félaganna verður.
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Viðarsson forstjóri TM hefur selt 1,8 milljón hluti í félaginu, fyrir ríflega 85,1 milljón króna.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir helgi hafa Kvika banki og TM komist að samkomulagi og sameiningu félaganna, þannig að hluthafar TM eignist meirihlutann í Kviku.

Þar með verður Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku forstjóri hins nýja félags, sem áfram heitir Kvika, en Sigurður verður forstjóri dótturfélagsins TM tryggingar.

Bréf Sigurðar voru seld á 47,3 krónur hvert, sem er 0,79% lægra en lokagengi bréfa félagsins í gær.