Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, segir að eftir á þá voru skýr merki um að á Íslandi var mikil eignabóla.

Sp. blm.: Sást þú einkenni þess að hér á landi væri mikil eignabóla eins og flestir eru sammála um, eftir á, að hafi verið?

„Eftir á segir maður, já. Það voru skýr merki sem maður fann fyrir eða skynjaði. En vorum við ekki flest þátttakendur í þessu meinta góðæri? Ég held að allir skynji það nú að tímarnir hafi verið svolítið skrýtnir þegar allt virtist í blóma. Þegar Exista eignaðist VÍS árið 2006 var mörkuð sú stefna að minnka fjárfestingaráhættu í rekstri VÍS og leggja aukna áherslu á tryggingareksturinn. Sú ákvörðun dró verulega úr áhættu í rekstri félagsins og átti stóran þátt í því hve vel fyrirtækið kom út úr hruninu. Höfuðáhersla okkar hefur síðan verið að bæta vátryggingareksturinn og er það í raun enn. Sú vinna hefur gengið vel.“

Ítarlegt viðtal er að finna við Guðmund Örn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.