Martin Winterkorn, forstjóri Wolksvagen, lýsti því yfir við fjölmiðla í síðustu viku að þýskir bílaframleiðendur myndu ráða við að draga úr meðalkoltvísýringslosun bifreiða sinna sem nemur markmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2015.

ESB miðar við að losunin verði minni en 120 grömm CO2 á hvern ekinn kílómetra. Volkswagen framleiðir þegar um 100 gerðir bifreiða sem losa minna en þetta, þar á meðal díselbílinn Golf Blue Motion „United“, en Winterkorn sagði að áhugi viðskiptavina á þeim hafi verið ónógur.