Forstjóri Walmart í Bandaríkjunum Bill Simon hefur sagt af sér eftir fjögur ár í starfi. Greg Foran, sem hefur sinnt starfi forstjóra og framkvæmdstjóra Walmart í Asíu, mun taka við starfinu.

Ástæða afsagnarinnar er enn óljós, hins vegar greinir the Wall Street Journal frá því að fyrirtækinu hefur ekki gengið vel undanfarin misseri í Bandaríkjunum. Sala hjá Walmart hefur fallið í hverjum einasta ársfjórðungi fimm ársfjórðunga í röð.

Talið er að fyrirtækið muni aftur tilkynna lækkun í sölu, sjötta ársfjórðunginn í röð eftir tvær vikur.