Robert Iger, forstjóri Walt Disney, fékk samtals 27,7 milljónir bandaríkjadala í tekjur frá fyrirtækinu fyrir árið 2007.

Þar af eru um 2 milljónir í grunnlaun, 10,2 milljónir í hlutabréfum og forkaupsréttindum, 13,7 milljónir í bónus og 1,8 milljón dala í aðrar tekjur.

Þetta er annað heila ár Iger hjá Disney að því er Market Watch greinir frá en hann tók við starfinu af Michael Eisner í október árið 2005.

Iger fékk tæplega 26 milljónir dala í tekjur árið 2006. Árið 2007 nýtti Iger sér meira kauprétti sínum en áður og fékk á móti minni greiðslur í reiðufé.