Flest erum við orðin þreytt á fjarfundum. Þreytan á slíkum fundum er orðin svo mikil að Zoomþreyta er meira að segja farinn að gera vart um sig hjá Eric Yuan, forstjóra Zoom. Yuan segist vera orðinn þreyttur á stöðugum Zoom fundum að því er Wall Street Journal greindi nýlega frá.

Yuan segir að hann bóki nú aldrei tvo Zoom fundi í röð en á einum degi í fyrra átti hann 19 slíka í röð.

Þá hefur Jamie Dimon, forstjóri og stjórnarformaður JPMorgan, aflýst öllum sínum Zoom fundum. Hann segir að þeir séu ekki góður máti til að fá nýjar hugmyndir, viðhalda vinnustaðamenningu eða keppast um nýja viðskiptavini.-

Í Bandaríkjanum reyna að fyrirtækja að aðlagast nýjum veruleika eftir faraldurinn. Sum fyrirtæki í Bandaríkjunum minna hrifinn af því en áður að starfsmenn vinni eingöngu að heiman. Þá hyggja einhver þeirra fyrir sér sveigjanlegra líkan þar sem starfsmenn vinni hluta úr vinnuvikunni heima hjá sér.