Eigandi verslunarkeðjunnar Zöru, Amancio Ortega er orðinn annar ríkasta maður heims samkvæmt lista Bloomberg yfir ríkasta fólk heims.

Ortega á 59 prósent eignarhlut í Inditex sem er stærsta fatakeðjufyrirtæki heims og á meðal annars Zara, Massimo Dutti, Dershka og Pull and Bear.

Spænski auðjöfurinn er nú orðinn ríkari en Warren Buffett og eru eignir hans metnar á 71,4 milljarða bandaríkjadollara. Buffett er hins vegar metinn á 70,2 milljarða bandaríkjadollara. Eignir Ortega hækkuðu um 10,4 milljarða eða 17 prósent á síðasta ári. Inditex rekur 6600 búðir og velti 18,1 milljarði evra á síðasta ári.

Bill Gates er ennþá öruggur um titilinn ríkasti maður heims en hann er metinn á 85,5 milljarða dollara.