Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, gerði 800 milljóna króna kauptilboð í nýafstöðnu hlutafjárútboði félagsins. Eins og hjá öðrum fjárfestum sem gerðu tilboð yfir 50 milljónum króna en þó minna en 2,475% af hlutafé félagsins fékk Sigrún Ragna einungis 5% hlut af þeim hlutabréfum sem hún óskaði eftir. Eftir útboðið á hún því ríflega fimm milljónir hluta að andvirði 40 milljónir króna á útboðsgenginu 7,95.

„Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi ekki haft hug á að eiga 800 milljónir [í VÍS] en hafi haft hug á að eiga 40 milljónir,“ segir Sigrún Ragna í samtali við Viðskiptablaðið. Hún bætir því við að hún hafi haft áhuga á að taka þátt í útboðinu sem stjórnandi.

Nánar er fjallað um hlutafjárútboð VÍS í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Meðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Eignarhald Hraðpeninga er nú hjá erlendu móðurfélagi
  • Móðurfélag Símans hefur tapað háum fjárhæðum undanfarin ár
  • Stærstir í miðlun á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði
  • Hræringar á matvörumarkaði
  • Fráfarandi stjórnarflokkar töpuðu ekki bara atkvæðum, heldur einnig milljónastyrkjum
  • Starfslok kostuðu RÚV milljónir
  • Lýsing semur við erlendan kröfuhafa
  • Seðlabankinn leggur áherslu á ábyrga stjórn ríkisfjármála
  • Hverjir eiga íbúðabréfin?
  • Hagfræðistofnun tekur þátt í þróunarverkefni í Afríku
  • Vatnsendamálið flutt í Hæstarétti
  • Nýr deildarforseti viðskiptadeildar HR ræðir m.a. um hugsunarvillu stjórnmálamanna í ítarlegu viðtali
  • CCP leggur meiri áherslu á að þróa verðmætin sem felast í vörumerkinu EVE Online
  • Íslendingum gefst nú kostur á að taka erlent hæfileikapróf
  • Listamaður sagður mega krota út myndir annarra
  • Hvernig á að lifa af barnaafmæli?
  • Milljarða gjaldþrot dótturfélags Saxbygg
  • Frímerkjasafnar og skákmaður tekur við stjórnartaumunum hjá Auði Capital
  • Óðinn skrifar um skrifar um nauðasamninga, afnám hafta og Framsóknarflokkinn
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, það helsta úr VB sjónvarpi og margt, margt fleira