Samkvæmt tilkynningu frá Kauphöll Íslands virðist Orri Hauksson og Bertrand Kan vera að bæta við sig eignarhaldi í Símanum. Orri er forstjóri Símans og Bertrand stjórnarmaður. Báðir sitja þeir í stjórn L1088 ehf.

Í tilkynningunni kemur fram að kaupin hafi farið fram klukkan 15:01, miðvikudaginn 3. maí 2017. Félagið sem átti viðskiptin heitir þó L1088 ehf. og er tengt fyrrnefndum aðilum. Um er að ræða kaup á 2.660.000 hlutum á genginu 4,185 krónur. Því er um að ræða viðskipti fyrir rúmlega 11,1 milljón króna.

Samkvæmt tilkynningunni kemur fram að Orri eigi beint 6.195.188 hluti í Símanum hf. Bertrand Kan á þó enga hluti í Símanum hf. beint. Svipaða sögu er að segja um kaupréttina, en Orri Hauksson á kauprétt að 476.550 hlutum, en Betrand Kan á enga kauprétti.

Orri Hauksson og Betrand Kan eru þó stjórnarmenn í L1088 ehf. sem átti viðskiptin og er fjöldi hluta fjárhagslega tengdra aðila samkvæmt tilkynningunni nú 491.110.000 hlutir.