Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, vill að einn flugmaður fljúgi flugvélum félagsins í stað tveggja.  Líkir hann flugmönnum við lestastjóra en einn lestarstjóri er í hverri lest.

Þetta kemur fram á vef þýska blaðsins Welt.

O'Leary segir að flugfreyjur geti vel aðstoðað flugmenn við flugtak og lendingu.  Einnig væri möguleiki að láta tölvur taka við af aðstoðarflugmönnum. Með þessu gætu flugfélög sparað gríðarlegar fjárhæðir.