Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, var með rúmar 26,3 milljónir króna í laun og bónusa á síðasta ári. Það gera rétt tæpar 2,2 milljónir króna í laun á mánuði. Þetta voru ekki hæstu launin hjá Nýherja því Karl Peter Vilandt, framkvæmdastjóri Applicon í Danmörku, dótturélags Nýherja þar í landi, var með næstum tíu milljónum meira í laun en forstjórinn. Laun Vilandt námu 35,1 milljón í fyrra sem gera rúmar 2,9 milljónir króna í mánaðarlaun.

Fram kemur í ársskýrslu Nýherja sem birt var í dag að sjö aðrir stjórnendur og framkvæmdastjórar helstu sviða og dótturfélaga hafi fengið 105 milljónir króna í laun og aðrar launatengdar greiðslur á tímabilinu.

Fréttavefur Viðskiptablaðsins, vb.is, fjallaði nokkuð um laun forstjóra helstu fyrirtækja landsins í síðustu viku. Þar á meðal voru Theo Hoen , forstjóri Marel, og helstu stjórnendur fyrirtækisins, Pétur Einarsso n, forstjóri Straums, og Jón Sigurðsson , forstjóri Össurar. Jón var launahæstur forstjóranna með um 15 milljónir króna í laun og hlunnindi.