Laufey Guðjónsdóttir
Laufey Guðjónsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Fyrirhugaður niðurskurður kæmi sér afar illa fyrir greinina og kemur einnig á viðkvæmum tíma.“ Þetta segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Til skoðunar er að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 40% en ríkisstjórnin endurskoðar nú fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Samkvæmt þeirri áætlun var gert ráð fyrir 488 milljóna viðbótarframlagi til sjóðsins á næsta ári.

„Ef af verður og sjóðurinn fer niður um 40% er staðan enn verri en hún var eftir mikinn niðurskurð strax eftur hrunið, hann var þá 35%. Greinin byggir mikið til á erlendu samstarfi og fjármagni sem erlendir meðframleiðendur koma með inn og vegna veikrar stöðu krónunna hefur þetta veruleg áhrif á fjármögnun erlendis frá og þar með fullnaðarfjármögnun. En ákvarðanir hafa ekki verið kynntar svo maður vonar bara það besta.

Laufey er þessa dagana stödd á kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem verið er að frumsýna tvær íslenskar myndir. Opnunarmynd hátíðarinnar, 5th Estate, var einnig að hluta til tekin upp á Íslandi með aðkomu framleiðslufyrirtækisins True North.