Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa nú kynnt tillögur um aðgerðir á svæðinu til að stemma stigu við efnahagsvandann. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að tillögurnar marki tímamót í nánari samruna Evrópu. Þjóðverjar hafa verið mótfallnir ýmsum þeirra breytinga sem nú eru lagðar til.

Meðal þess sem fram kemur í tillögunum:

  • Hámarskupphæð verði sett á leyfilegar skuldir lands.
  • Evrópusambandið geti hafnað fjárlögum einstakra landa séu þau líkleg til að fela í sér að skuldsetning fari yfir hámark.
  • Kannaðir verði möguleikar á að Evrópusambandið geti staðið sameiginlega að lántöku.
  • Sett verði á fót evrópsk fjárlagastofnun sem stjórni fjárlögum sambandsins og hafi eftirlit með fjárlagagerð aðildarlanda.
  • Sameiginleg innistæðutrygging og sameiginlegt fjármálaeftirlit Evrópu.