Ríkisstjórnir Belgíu Lúxemborgar og Hollands hafa fleygt út líflínu til evrópska fjármálafyrirtækisins Fortis. Áhyggjur fjárfesta um greiðslufærni fjármálafyrirtækisins hafa farið vaxandi undanarin misseri og hefur markaðsverðmæti Fortis fallið um 75% það sem af er ári. Björgunaraðgerðin felur það í sér að stjórnvöld í Belgíu og Hollands muni þjóðnýta bankann á milli sín.

Samkvæmt Financial Times munu stjórnvöld í Belgíu reiða fram 4,7 milljörðum evra fyrir 49% hlut af starfsemi Fortis í Belgíu. Stjórnvöld í Hollandi munu greiða 4 milljarða evra fyrir 49& hlut í rekstri bankans í landinu á meðan að ríkissjóður Stórhertogadæmisins leggur fram 2,5 milljarða fyrir sama hlutfall rekstursins í Lúxemborg.

Gengi hlutabréfa Fortis hækkuðu um 5% í morgun og fóru í 5,44 evrur á hlut.

Búist er við að samhliða þessu aðgerðum verði tilkynnt um að Fortis selji hlut sinn í hollenska bankanum ABN Amro. Fortis var í hóp þeirra banka sem keyptu ABN Amro og átti bankinn að taka yfir einkabankaþjónustureksturinn og viðskiptabankastarfsemina á næsta ári. Hinsvegar eru upp áleitnar spurningar um hvort að Fortis geti fjármagnað kaupin. Að sögn Financial Times þykir líklegt að ING muni kaupa hlut Fortis í ABN og er jafnvel búist að tilkynnt verði um kaupin í næstu viku.